Úrval íbúða

Margar tegundir íbúða standa til boða í Stefnisvogi. Íbúðirnar henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum af öllum gerðum, en um er að ræða allt frá smærri íbúðum upp í stórar þakíbúðir með görðum þar sem til að mynda er hægt að koma fyrir heitum potti. Sérstaklega var lagt upp með að íbúðirnar yrðu bjartar, en gólfsíðir gluggar eru í alrýmum.

Um er að ræða nokkurn fjölda íbúða, sem eru annars vegar í Stefnisvogi 38-46 – þrjár byggingar í u-laga formi við sjávarkantinn – og hins vegar í Stefnisvogi 1-9. Þar rísa fjögur þriggja hæða hús sem teygja sig eftir Stefnisvoginum.

Við val á eldhústækjum var lagt upp úr endingu og gæðum. Tæki í flestum íbúðum eru frá AEG en þakíbúðir með tæki frá Miele. Blöndunartæki koma frá Grohe. Um er að ræða traust og vönduð vörumerki.

Innréttingarnar eru frá Gerher í Litháen og eru bæði fallegar og slitsterkar.

Húsin eru klædd viðhaldslitlum álkæðningum í ljósum litatónum.

Stefnisvogur

Hönnun

Við uppbygginguna við Stefnisvog hefur verið vandað til verka. Lagt var upp með að undirstrika og hámarka gæðin sem einstök staðsetning býður uppá.

Húsin eru staðsett nánast í miðju borgarinnar, nærri stofnæðum og framtíðarlegu borgarlínu sem kemur til með að tengja borgina frá austri til vesturs samkvæmt fyrirætlunum borgaryfirvalda.

Undir húsunum eru bílakjallarar með einkastæðum. Þá eru hjólageymslur með góðum tengingum við göngu- og hjólastíga borgarinnar. Við Stefnisvog 38-46 snýr inngarðurinn í suður þar sem við blasir smábátahöfn Snarfara.

Stefnisvogur

REIR20

REIR20 er ný lausn fyrir kaupendur á eignum REIR verk. Kaupandi leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði fasteignar – REIR20 leggur til allt að 20% á móti.  Allar íbúðirnar á þessari sölusíðu er hægt að kaupa í gegnum REIR20.  Frekari upplýsingar á www.reir20.is

REIR20.is

Stefnisvogur

Stutt í allt

Stefnisvogurinn er einstök staðsetning, enda steinsnar frá bæði Sæbraut og Vesturlandsvegi.

Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir að yfir voginn komi barnaskóli. Þá er leikskóli staðsettur rétt við Snarfara.

Vogahverfið er að umbreytast úr iðnaðarhverfi, í blandað hverfi íbúabyggðar og þjónustu. Þá er örstutt í Skeifuna og Holtagarða. Einnig mun nýtt hverfi á Ártúnshöfða sem er í hraðri uppbyggingu bjóða upp á margskonar þjónustu og afþreyingu.

Ekki er heldur langt að sækja Laugardalinn og njóta alls þess sem hann hefur uppá að bjóða. Í ljósi þess hversu vel hverfið er tengt göngu- og hjólastígum borgarinnar er aðeins stuttur hjólatúr í sund.

Stefnisvogur
Stefnisvogur

Umhverfi

Samgöngur eru sérlega góðar og má segja að byggðin liggi við helstu krossgötur höfuðborgarsvæðisins þar sem Miklabraut / Vesturlandsvegur mæta Sæbraut / Reykjanesbraut.

Fallegt útsýni yfir smábátahöfn Snarfara

Húsið við Stefnisvog 38-46 kemur til með að skarta einstöku útsýni yfir smábátahöfn Snarfara.  Fyrir framan verður göngu- og hjólastigur þar sem gestir og gangandi geta notið sjávarsíðunnar.  Stígarnir eru vel tengdir við net hjóla- og göngustíga borgarinnar og auðvelt að komast í Elliðaárdalinn, í Borgartún eða niður í miðbæ.

Þegar borgarlínan kemst í gagnið mun hún ganga í gegnum hverfið. Stutt verður að fara til þess að nýta sér hana.

Hverfið er einstaklega vel staðsett með tilliti til umferðaræða borgarinnar, Sæbrautar og Miklubrautar.

Stefnisvogur